MÍ 11-14 ára fór fram í Laugardalshöll um helgina og var þátttakan mjög góð. Ármenningar lögðu sig alla fram á mótinu og margir náðu góðum árangri og bættu sig töluvert. Má meðal annars nefna að sveit Ármanns náði 1. sæti í 4x200m boðhlaupi.

Herdís Askja Hermannsdóttir varð Íslandsmeistari í hástökki stúlkna 12 ára og stökk 1,34m sem er nýtt persónulegt met hjá henni. Hildur María Magnúsdóttir vann í langstökki í flokki stúlkna 11 ára með stökk upp á 3,46m og einnig 60m hlaup stúlkna í sama flokki þar sem hún setti nýtt persónulegt met með 9,49s. Fjölnir Freysson varð svo Íslandsmeistari í 600m hlaupi pilta 13 ára og hljóp á 1:52,30. 

Sjá fleiri myndir eftir Mörtu Siljudóttur frá mótinu á Flickr-síðu FRÍ.

Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með