137 afmæli Ármanns var haldið hátíðlega sunnudaginn 14 desember 2025. Í tilefni dagsins voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur á árinu 2025 og merkjaveitingar fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Hátíðin var haldin í hátíðarsal Laugabóls.

 

Íþróttakarl Ármanns 2025 er Arnaldur Grímsson Bachmann körfuknattleiksmaður

Arnaldur, 22 ára er sannkölluð fyrirmynd fyrir ungt körfuknattleiksfólk í Ármanni. hefur verið hluti af Ármannsliðinu frá árinu 2024 og á þeim tíma hefur deildin náð frábærum árangri. En það sem gerir Arnald verðugan þessum titli er ekki bara persónulegur árangur hans, heldur framlag hans til liðsins í heild. Í síðasta tímabili vann karlalið Ármanns sig upp í efstu deild í fyrsta sinn síðan 1981, eftir 44 ár í neðri deildum. Þetta gerðist með dramatískum sigri á Hamri í oddaleik í Laugardalshöll, 91-85, fyrir framan 1.337 áhorfendur. Arnaldur var þar í lykilhlutverki, ásamt liðsfélögum sínum og þetta afrek markar nýtt tímabil fyrir körfuknattleik í Ármanni. Ekki nóg með það, heldur er gróskan í félaginu ótrúleg: Kvennaliðið sneri líka aftur í efstu deild í vor, í fyrsta sinn síðan 1960. 

 

Íþróttakona Ármanns 2025 er Hólmfríður Dóra skíðakona

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir eða Hófí eins og hún er oft kölluð, hún er fremsti alpagreina-skíðamaður landsins og nú þegar komin inn á Ólympíuleikana 2026. Hófí hóf keppnistímabilið 2024/2025 af krafti með sigri í svigi á FIS-móti í Finnlandi í nóvember. Hún skoraði fyrstu Evrópubikarstig Íslands í 15 ár í bruni í St. Moritz í desember og hélt áfram með góðum úrslitum í stórsvigi og risasvigi, þar sem hún komst nálægt topp 30. Í janúar keppti hún á heimsbikarnum í Cortina d’Ampezzo og náði 46. og 50. sæti í krefjandi braut með sjö stökkum, mikilvæg reynsla fyrir Ólympíuleikana.

Á Heimsmeistaramótinu í Saalbach í febrúar keppti hún í öllum einstaklingsgreinum ásamt einni annarri konu og landaði 29. sæti í bruni, sem var topp 30 úrslit og eitt af markmiðum ársins. Í mars tók hún þátt í Evrópubikarnum á fræga Streif-bakkanum í Kitzbühel, þar sem hún átti sterka parta. Hún bætti FIS-stig sín í bruni í Kvitfjell og sigraði þrefalt á Íslandsmeistaramótinu (stórsvig, alpatvíkeppni og samhliðasvig), auk þess að vera önnur í svigi. Hún vann öll fjögur mót Atomic Cup seríunnar og endaði tímabilið með 4. og 6. sæti í stórsvigi í Val d’Isere.

Nýja tímabilið 2025/2026 hófst í Chile, þar sem Hófí vann heildarstigakeppni Suður-Ameríkubikarsins með 450 stigum, fyrsti Íslendingurinn til að sigra álfukeppni! Hún var efst í risasvigi og bruni, með þremur silfur- og einu bronsverðlaunum í sjö mótum. Nú situr hún í 98. sæti á heimslistanum, fyrsti Íslendingurinn í topp 100 í tæp níu ár. Hófí er ekki bara afreksmaður; hún er fyrirmynd sem leggur sig alla fram alltaf og hugarfar hennar sjaldséð. Í félagi eins og Ármanni, þar sem saga íþrótta er rík, er það fólk eins og hún sem innblæs næstu kynslóð og sýnir að með vinnu og ástríðu er allt mögulegt. Hún hefur unnið sér inn sæti á Ólympíuleikunum 2026 og er tilbúin að skína þar. Hófi ég er ein af 38 einstaklingum sem fær laun úr launasjóði íþróttafólks frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands.

 

Efnilegasta íþróttakona Ármanns 2025 er Magdalena Andradóttir fimleikakona

 

Magdalena Andradóttir er ung og hæfileikarík fimleikastúlka sem er að ryðja sér til rúms á ótrúlegum hraða. Hún er fædd árið 2011. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún þegar sýnt fram á mikla hæfileika og þrautseigju sem lofar góðu fyrir framtíðina.

Á árinu 2025 hefur Magdalena náð frábærum árangri. Hún vann sér sæti í úrvalshópi Fimleikasambands Íslands, sem er mikil viðurkenning á hæfileikum hennar. Hún var valin í unglingalandslið Íslands og tók þátt á Norðurlandamótinu í Danmörku, þar sem liðið hafnaði í 4. sæti. Þar var hún hársbreidd frá því að komast í úrslit á tvíslá – ótrúlegt afrek fyrir stúlku á yngsta ári í flokknum. Innanlands hefur hún skarað fram úr: Hún skipaði sér í efstu sætin á einstökum áhöldum og í fjölþraut, og komst í úrslit á öllum áhöldum á Íslandsmóti unglinga. Engin jafnaldra hefur unnið hana hér heima á árinu. En þess má geta að aðeins ein stúlka fædd 2011 skilaði hærri stigum á Norðurlandamótinu. Þetta sýnir greinilega að Magdalena er ekki bara efnileg hún er þegar leiðandi í sínum aldursflokki og innblástur fyrir yngri iðkendur. Magdalena á framtíðina fyrir sér og er bjart framundan í hennar fimleikum.

 

Efnilegasti íþróttamaður Ármanns 2025 er Úlfar Jökull Eyjólfsson frjálsíþróttamaður

Úlfar er ungur og hæfileikaríkur frjálsíþróttamaður og fimleikastrákur sem er að ryðja sér til rúms á ótrúlegum hraða í stangarstökki. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann þegar sýnt fram á mikla hæfileika og þrautseigju sem lofar góðu fyrir framtíðina. Á árinu 2025 hefur Úlfar náð ótrúlegum árangri. Hann var valinn í æfingahóp unglingalandsliðs Frjálsíþróttasambands Íslands fyrir tímabilið 2025/2026, sem er mikil viðurkenning á hæfileikum hans. Persónulega metið hans í stangarstökki er 4,50 metrar, sett 13. desember 2025, sem er jafnframt Norðurlanda-met í flokki undir 18 ára (NU18R). Hann hefur tekið þátt í mótum eins og Meistaramóti Íslands, Bikarmóti FRÍ og Aðventumóti Ármanns, þar sem hann hefur sýnt stöðugan árangur og verið lykilmaður í liði Ármanns.

Innanlands hefur hann skarað fram úr í yngri flokkum, og með bakgrunn í fimleikum hefur hann þróað ótrúlegan styrk og tækni sem gerir hann að einum efnilegasta stangastökkvara landsins. Hann er skráður á heimslista World Athletics og táknar framtíð íslenskra frjálsíþrótta. Úlfar er fyrirmynd fyrir þrautseigju, metnað og gleði í íþróttum.

 

Einnig voru veitt verðlaun fyrir besta íþróttafólkið og efnilegasta íþróttafólkið í hverri deild.

Þar voru í fimleikadeildinni besti fimleikamaður Ármanns hann Þorsteinn Orri Ólafsson og efnilegasta fimleikakona Ármanns er Magdalena Andradóttir.

Í frjálsíþróttadeild er besti frjálsíþróttamaður Ármanns Þorsteinn Pétursson og efnilegasti frjálsíþróttamaðurinn er Úlfar Jökull Eyjólfsson.

Í Körfuknattleiksdeild er besti körfuknattleiksmaður Ármanns Arnaldur Grímsson og efnilegasta Körfuknattleikskonan Brynja Benediktsdóttir.

Í judodeild er efnilegasti judomaður Ármanns Jemerlain Jamal Madritz.

Í lyftingadeild er besti lyftingamaður Ármanns Ragnar Ingi Ragnarsson og efnilegasti lyftingamaður Ármanns Marcos Pérez Valencia.

Í sunddeild er besta sundkona Ármanns Ylfa Lind Kristmannsdóttir og efnilegasta sundkonan Natalía Eir Curtis.

Í skíðadeild er besta skíðakona Ármanns Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir.

Í taekwondo deild er besti taekwondo maður Ármanns Eyþór Atli Reynisson og efnilegasti taekwondo maðurinn Guðmundur Ísar Atlason.

 

Styrkir úr afrekssjóð voru veitt fyrir afreksíþróttafólk sem hafa verið að fara í verkefni erlendis.

 

Við viljum óska öllum innilega til hamingju með frábæra frammistöðu á árinu og þakka öllum kærlega fyrir komuna á sunnudaginn.

Áfram Ármann!

 

Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með