Það var toppslagur í 1. deild karla í Smáranum í kvöld. Breiðablik tók á móti Ármanni. Fyrir leik voru Ármenningar ósigraðir og Breiðablik var með 2 sigra og 1 tap. 

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en heimamenn höfðu þó oftast smá forystu. Ármann var aldrei langt undan og héldu vel í við Blika. Lokamínúturnar voru jafnar en Blikar náðu að halda út, settu mikilvæg víti og lönduðu flottum 4 stiga sigri 102-98

Frosti

Frosti Valgarðsson var stigahæstur allra í leiknum. Hann skoraði 27 stig og hitti 6 þriggja stiga skotum af 10. Frosti er fæddur 2007 og hefur verið að spila sig inn í stærra hlutverk í hverjum leik. Drengurinn er frábær skytta og sannaði í kvöld að hann getur sannarlega  sett boltann í körfuna.

Aytor Johnson Alberto var öflugur fyrir Breiðablik og endaði með 26 stig. Veigar Elí Grétarson skoraði 12 stig og tók 8 fráköst.

Zoran Vrkic skoraði 13 stig fyrir Breiðablik og setti 2 mikilvægustu víti leiksins í lokinn þegar nokkrar sekúndur voru eftir.

Adama

Hjá Ármanni var Adama Darboe með þrennu 17 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar. Cedric Bowen var mjög öflugur sem fyrr og endaði með 25 stig og 6 fráköst.

Ármann var án Arnalds Grímssonar í kvöld. Hann meiddist á æfingu í vikunni og gat ekki verið með í þetta sinn. Það munar um minna því Arnaldur hefur verið frábær í byrjun tímabils.

1. deild karla stefnir í að verða jöfn og spennandi þar sem nær öll lið eru til alls líkleg í hverri umferð. Núna er þétt setið á toppnum en ásamt Ármanni eru Breiðablik, Sindri og ÍA með 3 sigra og 1 tap það sem af er vetrar. Staðan í deildinni

 

 

Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með