Nú er sundárið 2023-2024 liðið og allir sundiðkendur komnir í verðskuldað sumarfrí. Þetta hefur aftur verið farsælt tímabil hjá Sunddeildinni og hefur verið ánægjulegt að sjá framfarir iðkenda á öllum sundstigum, frá krökkum að læra sín fyrstu tök í sundskóla til afreksfólksins okkar. 

Liðið varð Reykjavíkurmeistarar annað skiptið í röð í janúar, náði öðru sæti á VIT-HIT leikum á Akranesi og mörg Ármannsmet hafa verið sett á tímabilinu. Sunddeildin sameinaði krafta sína hinum Reykjavíkurliðunum fyrir Aldursflokkameistaramót Íslands í lok júní undir nafninu RVK en sameiginlega liðið lenti í öðru sæti eftir SH í mjög spennandi baráttu um 1.-3. sæti. Í byrjun júlí tók Ylfa Lind Kristmannsdóttir þátt í Norðurlandameistarmóti Æskunnar í Helsinki og vann tvö gull í 100m og 200m baksundi.

Stjórnin þakkar iðkendum, þjálfurum, aðstandendum, sjálboðaliðum og öðrum sem að sundstarfinu koma fyrir liðið sundár. Stjórnin þakkar einnig stuðningsaðilum Sunddeildar fyrir stuðninginn á sundárinu. 

Við vonum að öll séu spennt fyrir að fylgjast með sundinu á Ólympíuleikunum í París í lok mánaðarins. Með ósk um frábært sumar og við hlökkum til að sjá ykkur í ágúst.

//

The swim year 2023-2024 has now concluded and the swimmers are on a well-deserved summer break. It has been another successful year for Ármann Swimming Club and great to see the swimmers progress at all levels, from children learning their first strokes in swim school to our elite competitors.

The team won the Reykjavík championships for the second year running in January, came second in the VIT-HIT games in Akranes, and many club records have been set during the season. The club joined forces with the other Reykjavík clubs for National Junior Championships (AMÍ) at the end of June under the name RVK, and the combined team came second behind SH after a very exciting fight for first to third places. At the start of July, Ylfa Lind Kristmannsdóttir took part in the Nordic Youth Championships in Helsinki and won two golds in 100m and 200m backstroke.

The board would like to thank all swimmers, coaches, parents, guardians, volunteers and others who have taken part over the past year. The board also thanks the club’s sponsors for their support over the season.

We hope that everybody is excited to follow the swimming at the Olympics in Paris at the end of the month. We wish you all a great summer and look forward to seeing you in August.

Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með