Glímufélagið Ármann
Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400
Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951
Dagana 19.-21. apríl sl. hélt taekwondolandslið Íslands í poomsae til Danmerkur til að taka þátt í æfingabúðum, 2nd Nordic Poomsae Camp, sem haldið var hjá Islev Taekwondo Klub í nýjum sal þeirra í Kaupmannahöfn. Þar komu saman landslið í poomsae frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi, alls á milli 70-80 manns. Þjálfarar voru Allan Olsen landsliðsþjálfari Íslands, Finn Buchardt og Michael Brännback. Eyþór Atli Reynisson og Pétur Valur Thors frá taekwondodeild Ármanns eru báðir í landsliðinu og tóku þátt í þessum æfingabúðum.
Æfingabúðirnar hófust seinni part föstudags með æfingu og upplýsingum um fyrirkomulag helgarinnar. Þátttakendum var skipt upp í þrjá æfingahópa; svartbeltingum í tvennt, senior og junior saman, og svo voru öll rauð belti óháð aldri saman.
Helgin tókst með afbrigðum vel og var mikið safnað í reynslubankann hjá þátttakendum enda stýrðu æfingunum einir fremstu þjálfarar á Norðurlöndum. Jafnframt er mikill styrkur fyrir íþróttafólkið okkar að hitta norræna kollega og æfa með þeim og styrkja þannig enn betur tengsl og samstöðu innan Norðurlandanna. Það var ánægður hópur sem fór reynslunni ríkari heim og horfir með tilhlökkun til næstu æfingabúða á sama stað að ári.
Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400
Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951