Meistaramót Íslands innanhúss fór fram í Laugardalshöllinni um síðastliðna helgi, 17.-18. febrúar. Þar náði Ármenningurinn Ingeborg Eide Garðarsdóttir glæsilegum árangri þegar hún bætti íslandsmetið í kúluvarpi í F37 flokki hreyfihamlaðra um 33 cm með kasti upp á 9,73m. Þar með náði hún einnig lágmarki fyrir Ólympíumót fatlaðra (e. Paraolympics) sem haldið verður í París í sumar. Til hamingju, Ingeborg!

Fleiri Ármenningar létu að sér kveða á mótinu: Stefán Pálsson náði 3. sæti í 3000m hlaupi karla og hljóp á tímanum 9:19,79 sek., Karl Sören Theodórsson náði 3. sæti í stangarstökki karla með stökk upp á 3,22m og Hekla Magnúsdóttir bætti sig í 60m grindahlaupi kvenna þegar hún hljóp á tímanum 9,14 sek.

Sjá fleiri myndir á Facebook-síðu frjálsíþróttadeildar Ármanns.

Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með