Glímufélagið Ármann
Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400
Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951
Afmæli Glímufélagsins Ármanns var haldið sunnudaginn 10. desember. Í tilefni dagsins voru veittar viðurkenningar fyrir góðum árangri á árinu 2023.
Eyþór Atli hefur stundað taekwondo frá unga aldri og unnið til fjölmargra verðlauna í íþróttinni bæði hérlendis og erlendis. Einnig sinnir hann þjálfun bæði yngri og eldri hópa af mikilli fagmennsku og eljusemi og er vel liðinn sem þjálfari af iðkendum á öllum aldri.
Eyþór Atli hefur um árabil átt fast sæti í landsliði taekwondo í poomsae (form) ásamt því að sinna dómgæslu á öllum mótum sem haldin eru hér innanlands.
Yfirlit yfir árangur á árinu 2023
Í febrúar var Eyþór Atli valinn til að keppa á German Open. Þar keppti hann bæði í einstaklings flokki og hópa flokki. Í einstaklings flokki komst hann áfram í undanúrslit (top 20) og fékk hæstu einkunn allra Íslendinga á mótinu. Hann komst á pall með bronsverðlaun í hópa flokki ásamt félögum sínum í landsliðinu.
Í mars var haldið sérstakt mót í formum. Þar fékk Eyþór silfur í einstaklings flokki, gull í para flokki og gull í hópa flokki.
Á poomsae móti þar sem þar sem danskt landsliðsfólk tók einnig þátt fékk Eyþór brons í einstaklings, hæstur allra Íslendinga. Aðeins 0,02 frá því að vera valinn maður mótsins.
Í para flokki fékk hann silfur og í hópa flokki gull.
Í júní tók Eyþór Atli þátt á Danish Open. Þar keppti hann í einstaklings flokki þar sem hann endaði í 11. sæti í sterkum 20 manna flokki. Hann keppti einnig í hópa flokki og þar fengu hann og félagar hans gull verðlaun.
Í september fór Eyþór Atli á 6th Bluewave championships þar sem hann endaði með brons í einstaklings flokki með allar einkunnir yfir 7 í tveimur umferðum í 16 manna flokki.
Á Íslandsmótinu í poomsae í október fékk Eyþór Atli gull í einstaklings, með hæstu einkunnir mótsins, silfur verðlaun í para flokki og gull verðlaun í hópa flokki.
Þá var hann valin karlkyns keppandi mótsins.
Í nóvember var haldið bikarmót TKÍ þar sem Eyþór Atli fékk gull í einstaklings flokki með allar einkunnir yfir 7 og með hæstu einkunnir mótsins og var þá einnig valinn maður mótsins
Hann var valinn til að fara á Evrópumót Poomsae í Austurríki þar sem niðurstaðan var 8-16 sæti í sterkum 24 manna hóp í single elimination kerfi þar sem hann sigraði keppanda frá Rúmeníu en laut í lægra haldi á móti keppanda frá Frakklandi. Þess má geta að keppandinn frá Frakklandi endaði með silfur í flokknum.
Sebastian Smári er 12 ára og hefur æft taekwondo hjá okkur í Ármann frá því að hann var 6 ára (nýbyrjaður í 1. bekk).
Sebastian Smári er einstaklega fljótur að læra og hefur á undanförnu ári sýnt miklar framfarir og áhuga. Hann hefur verið duglegur að mæta á æfingar hjá sínum hópi en einnig hefur hann mætt á æfingar sem ætlaðar eru fyrir eldri iðkendur.
Hann tók þátt á sínu fyrsta Íslandsmeistaramóti núna í október og keppti í tveimur greinum, einstaklings og hópa poomsae. Hann varð í þriðja sæti í hópa poomsae með Arnari Frey og Nojus úr Fram. Því miður komst hann ekki á pall í einstaklings poomsae en það var stærsti flokkur mótsins og stóð hann sig mjög vel.
Við óskum þeim innilega til hamingju með þessar tilnefningar.
Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400
Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951